Álft (Cygnus cygnus)

Útbreiðsla

Álftin verpur í N-Evrópu og í Asíu til Kyrrahafs og er hér algengur varpfugl víða um land, bæði á láglendi og vel grónum svæðum með tjörnum og vötnum á hálendi.

Stofnfjöldi

Stofninn hefur vaxið stöðugt í a.m.k. 30 ár og taldi 34 þúsund fugla í janúar 2015 (Hall o.fl. 2016). Álftin er að mestu farfugl og fer aðallega til Bretlandseyja, en innan við 5% stofnsins dvelja hér á vetrum, bæði við ströndina á SV- og Vesturlandi og á lindasvæðum á Suður- og NA-landi (Náttúrufræðistofnun, vetrar­fuglatalningar).

Varpfuglar sem koma upp ungum eru lítill hluti álftastofnsins og ávallt innan við fimmtungur vetrarstofns (Wildfowl and Wetlands Trust). Því er erfitt er að meta raunverulegan varpstofn (óðalsfugla), þar sem stór hluti fuglanna (jafnvel helmingur) verpur ekki á hverju ári og varpárangur er misjafn eftir árferði (Arnþór Garðarsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1984, Rees o.fl. 1991, Tómas G. Gunnarsson 2003, Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Í janúar 2015 voru t.d. ríflega 3.100 fjölskyldur með unga í íslenska álftastofninum (Hall o.fl. 2016) og hafa óðalspörin verið um 6.200 sumarið 2014, þ.e. ef helmingur þeirra hefur komið upp ungum það árið.

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 12,3 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 37 ár.

Álftastofninn hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum og er auk þess það stór og dreifður að hann telst ekki vera í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Álft var ekki í hættu (LC).

Verndun

Álft er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Ferns konar mikilvæg svæði koma til álita fyrir álft, þ.e. varpsvæði, vetrarstöðvar (kort 1), viðkomustaðir (kort 2 og 3) og fjaðrafellistöðvar (kort 4), og skarast þau mörg hver.

Nokkur vandkvæði eru að meta alþjóðlega þýðingu einstakra varpsvæða hér á landi fyrir álftir, bæði vegna þess að hlutfall varppara (óðalspara) er ekki þekkt í stofninum og nákvæmar talningar á fuglum á einstökum varpsvæðum liggja yfirleitt ekki fyrir. Loks hefur álftum fjölgað mikið og því þyrfti að telja álftir mun oftar á einstökum varpstöðvum en gert hefur verið hingað til. Hér er gert ráð fyrir að ²/3 stofnsins séu varpfuglar (óðalsfuglar), sbr. vinnureglu Wetlands International (2016), þó væntanlega sé það ofmat. Samkvæmt því eru átta svæði hér á landi sem flokkast sem alþjóðlega mikilvæg fyrir álft og gæti um fjórðungur stofnsins orpið þar (tafla 1).

Líklegt er að vetrarstöðvar álftar á Suðurlands­undirlendi í heild og jafnvel á einstökum svæðum þar (t.d. í Þykkvabæ) flokkist sem alþjóðlega mikilvægar, a.m.k. sum árin.

Fjölmargir viðkomustaðir eru alþjóðlega mikilvægir fyrir álft og stundum hefur þriðjungur stofnsins verið á einum stað á vorin, þ.e. í Lóni, og álíka hlutfall á Suðurlandsundirlendi á haustin (tafla 2).

Samtals 11 fjaðrafellisvæði eru alþjóðlega mikilvæg fyrir álft og sumarið 2005 felldu yfir 13 þúsund álftir fjaðrir á mikilvægum fuglasvæðum (tafla 3), þ.e. meira en helmingur alls stofnsins á þeim tíma.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 1.300 fuglar/birds; 460 pör/pairs (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

B1 i: Ísland/Bretlandseyjar = 340 fuglar/birds; 133 pör/pairs (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

Töflur

Tafla 1: Álftavarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Cygnus cygnus in important bird areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Laxárdalsheiði VOT-V_3 B 192 2012 1,8 B1i
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 B 639 2012 6,1 A4i, B1i
Víðidalstunguheiði  VOT-N_2 B 157 2012 1,5 B1i
Skagi VOT-N_5 B 126 2012 1,2 B1i
Jökuldalsheiði VOT-A_2 B 206 1981 5,2 B1i
Hornafjörður–Kolgríma1 VOT-A_4 B 150 2012 1,4 B1i
Landbrot–Meðalland2 VOT-S_1 B 120 2012 1,1 B1i
Suðurlandsundirlendi2 VOT-S_3 B 400 2016 3,5 B1i
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 350 2016 3,1  
Alls–Total         (24,9)  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. 1Einar Ó. Þorleifsson, gróft mat/rough estimate 2Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat/rough estimate

Tafla 2: Fjöldi álfta á nokkrum hefðbundnum viðkomusvæðum. – Number of Cygnus cygnus in several traditional staging areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni* % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Ferjubakkaflói–Hólmavað1 VOT-V_1 P 851 1982 7,7 B1i
Hóp–Vatnsdalur1 VOT-N_3 P 1.464 1982 13,3 A4i, B1i
Lónsfjörður2 FG-A_5 P **9.000 2000–2016 34,6 A4i, B1i
Hornafjörður–Kolgríma1 VOT-A_4 P 603 1982 5,5 B1i
Suðurlandsundirlendi3 VOT-S_3 P 11.052 2013 35,7 A4i, B1i
*Miðað við stofnstærð á hverjum tíma/Based on population size in a given year. Byggt á/From Wetlands International (2016). **Hámarksfjöldi/max number 1Arnþór Garðarsson og Kristinn H. Skarphéðinsson 1984 2Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data 3Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data

Tafla 3: Mikilvægir fjaðrafellistaðir fyrir álftir – Moulting sites that are important for Cygnus cygnus in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 N 1.133 2005 4,4 B1i
Breiðafjörður  FG-V_11 N 3.201 2005 12,3 A4i, B1i
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 N 1.236 2005 4,8 B1i
Víðidalstunguheiði  VOT-N_2 N 557 2005 2,1 B1i
Hóp–Vatnsdalur VOT-N_3 N 695 2005 2,7 B1i
Láglendi Skagafjarðar1 VOT-N_6 N 393 2005 1,5 B1i
Mývatn–Laxá2 VOT-N_11 N 350 2005 1,3 B1i
Jökuldalsheiði3 VOT-A_2 N 297 2005 1,1 B1i
Álftafjörður4 FG-A_3 N 1.063 2005 4,1 B1i
Lónsfjörður4 FG-A_5 N 4.146 2005 15,9 A4i, B1i
Stokkseyri–Eyrarbakki5 FG-S_1 N 300 2005 1,2 B1i
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   N 258 2005 1,0  
Alls–Total     13.629   52,4  
1Ólafur Einarsson, óbirt gögn/unpubl. data 2Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data 3Arnþór Garðarsson, Halldór Walter Stefánsson, Ólafur Einarsson, óbirt gögn/unpubl. data 4Arnþór Garðarsson, óbirt gögn/unpubl. data 5Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson, óbirt gögn/unpubl. data

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson og Kristinn H. Skarphéðinsson 1984. A census of the Icelandic Whooper Swan population. Wildfowl 35: 37–47.

Hall, C., O. Crowe, G. McElwaine, Ó. Einarsson, N. Calbrade og E. Rees 2016. Population size and breeding success of the Icelandic Whooper Swan Cygnus cygnus: results of the 2015 international census. Wildfowl 66: 75–97.

Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Austurlands, NA-160156. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Náttúrufræðistofnun Íslands. Vetrarfuglatalningar: niðurstöður (1952–2015, óbirt gögn, nema 1987–1989 og 2002–2015). http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur [skoðað 15.5.2016].

Rees, E.C., J.M. Black, C.J. Spray og Skarphéðinn Þórisson 1991. Comparative study of The breeding success of Whooper Swans Cygnus cygnus nesting in upland and lowland regions of Iceland. Ibis 133: 365–373.

Tómas, G. Gunnarsson 2003. Varpvistfræði álfta í uppsveitum Árnessýslu sumarið 1996. Bliki 24:13–24.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016]

Wildfowl and Wetlands Trust. Goose & Swan Monitoring Programme (Niðurstöður álfta- og gæsatalninga á Bretlandseyjum). http://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme [skoðað 26. október 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Álft (Cygnus cygnus)

Samantekt á Ensku

The mid-winter population of the Icelandic breeding Cygnus cygnus was 34,000 birds in January 2015 of which <20% were successful breeders. The number of breeding pairs, however, is unknown. Eleven breeding sites  are designated as IBASs  and 25% of the total population breeds within IBAs. Four staging sites areas and 11 moulting sites are designated IBAs, the latter holding 52% of the total population.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.