Margæs (Branta bernicla)

Útbreiðsla

Margæsir verpa í heimskautalöndunum nánast allt í kringum norðurhvel jarðar. Deilitegundin B.b. hrota verpur í NA-Kanada og kemur hér við vor og haust (Faxaflói–Breiðafjörður; sjá kort) á leið sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum, aðallega Írlandi.

Stofnfjöldi

Þessi stofn taldi um 37.000 fugla haustið 2016 (Kendrew Colhoun, óbirt heimild) en fjöldinn veltur á varpárangri sem er afar misjafn frá ári til árs.

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 10,9 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1984–2017

Margæsastofninn hefur vaxið á viðmiðunartímabilinu og er auk þess það stór að hann telst ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Margæs var ekki í hættu (LC).

Verndun

Margæs er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Að minnsta kosti fimm svæði eru alþjóðlega mikilvæg fyrir margæsir sem fara hér um og nær allar margæsir dveljast á mikilvægum fuglasvæðum á ferð sinni um landið, bæði á vorin (sjá töflu; Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1997) og haustin (Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa/NA-Kanada = 2.700 fuglar/birds (Wetlands International 2016)

B1 i: NA-Kanada/Grænland/Ísland/Bretlandseyjar = 370 fuglar/birds (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

Töflur

Meðalfjöldi margæsa á mikilvægum viðkomusvæðum á Íslandi, 1990−2010 – Number of Branta bernicla in important staging areas in Iceland in 1990−2010.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year**% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Álftanes–Skerjafjörður FG-V_2 P 2.473 1990-2010 8,8 A4i, B1i
Blikastaðakró–Leiruvogur FG-V_4 P 397 1990-2010 1,4 B1i
Hvalfjörður FG-V_6 P 1.431 1990-2010 5,1 B1i
Blautós FG-V_7 P 1.354 1990-2010 4,8 B1i
Grunnafjörður FG-V_8 P 2.927 1990-2010 10,5 A4i, B1i
Borgarfjörður–Löngufjörur  FG-V_10 P 5.071 1990-2010 18,1 A4i, B1i
Breiðafjörður  FG-V_11 P 15.522 1990-2010 55,4 A4i, B1i
Alls–Total     29.175   (100)  
*Byggt á Guðmundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson, óbirt heimild **Talið/Surveyed: 1990, 1995, 2005, 2006, 2008, 2010

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1997. Numbers of Light-bellied Brent Geese (Branta bernicla hrota) staging in Iceland in spring. Wildfowl 47: 68−72.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016]

Biota

Tegund (Species)
Margæs (Branta bernicla)

Samantekt á Ensku

The Branta bernicla hrota population passing through Iceland numbers 35,000 birds in 2017. Five areas are designated IBAs, holding almost all af the population.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.