Dvergmáfur (Hydrocoloeus minutus)

Útbreiðsla

Dvergmáfur er varpfugl í grösugu votlendi inn til landsins, frá norðanverðri Skandinavíu og Eystrasaltslöndum austur til Kyrrhafs. Hann hóf að verpa í N-Ameríku á seinni hluta 20. aldar og verpur einkum við Vötnin miklu. Dvergmáfur er farfugl og dvelst víða við strendur Evrópu, frá Bretlandseyjum og Norðursjó og suður um og einnig við austurströnd N-Ameríku. Hann hefur verið hér alltíður flækingsfugl um langt skeið og sést á öllum árstímum. Er þó langalgengastur á vorin (maí-júní) en sést einnig talsvert síðla sumars og í september (Birding Iceland 2006, Bliki 1981-, Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999). 

Stofnfjöldi

Dvergmáfar urpu fyrst við Mývatn árið 2003 og hafa að öllum líkindum orpið þar árlega síðan (1-3 pör). Eins hafa þeir orpið við Víkingavatn í Kelduhverfi (Bliki 1981-, Jóhann Óli Hilmarsson 2011- ).

Válistaflokkun

VU** (tegund nokkurri í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU** NT LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 10,5 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 

Aðeins örfá dvergmáfspör verpa hér á landi og mætti því flokka tegundina í bráðri hættu (CR). Hér verður hann færður niður um tvo hættuflokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN enda miklar líkur á landnámi og íslenski stofninn telst ekki einangraður og er auk þess langt innan við 1% af Evrópustofni.

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Dvergmáfur var ekki á válista.

Verndun

Dvergmáfur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

IBA viðmið – IBA criteria

A4i: heimsstofn/global = 666 pör/pairs (Wetlands 2016).

B1i: Mið- og A-Evrópa/SV-Evrópa og Miðjarðarhaf = 333 pör/pairs (Wetlands 2016).

Heimildir

Birding Iceland. Little Gulls in Iceland up to and including 2006, https://notendur.hi.is/yannk/status_larmin.html

Bliki: Tímarit um fugla 1981- . Sjaldgæfir fuglar á Íslandi. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999. Sjaldgæfir fuglar á Íslandi fyrir 1981. – Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 37. 246 bls.

Jóhann Óli Hilmarsson 2011- . Sjaldgæfir varpfuglar.  Fuglar, nr 8 og áfram.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Dvergmáfur (Hydrocoloeus minutus)

Samantekt á Ensku

Hydrocoloeus minutus is a recent and very rare breeding bird in Iceland with 1-3 breeding annually. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU). Not applicable (NA) in 2000.