Sandlóa (Charadrius hiaticula)

Útbreiðsla

Sandlóa verpur í NA-Kanada, á Grænlandi, Íslandi og um norðanverða Evrópu og Asíu til Kyrrahafs. Sandlóa er alger farfugl og dvelst á vetrum í V-Evrópu og norðvestanverðri Afríku (Böðvar Þórisson o.fl. 2012). Íslenskir fuglar eru af deilitegundinni C. h. psammodroma sem verpur einnig á Grænlandi og í NA-Kanada. 

Stofnfjöldi

Sandlóa er algeng og útbreidd hér á landi og varpstofninn talinn um 23.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017). Eldra og grófara mat var 50.000 pör (Thorup 2006). Heildarstofn þessarar deilitegundar er talinn um 240 þúsund fuglar að vetrarlagi og álitinn annaðhvort stöðugur eða hnignandi (van Roomen o.fl. 2015).

Dreifing og þéttleiki eftir vistlendum: Sandlóa er einn útbreiddasti fugl landsins og finnst um land allt (sjá kort). Er fremur strjáll varpfugl, meðalþéttleiki <1 par/km². Reiknaður heildarstofn er 23.300 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017). Um ²/3 stofnsins eða 73% er ofan 300 m hæðarlínu, einkum í melavistum. Meðalþéttleiki í melavistum neðan 300 m hæðarlínu er 1,2 pör/km² en 0,62 pör/km² ofan hennar. Um 16% sandlóustofnsins gætu verið innan mikilvægra fuglasvæða og þá einkum í Vatnajökulsþjóðgarði og á Suðurlandsundirlendi (sjá töflu). Það skal tekið fram að litlar sem engar mælingar fóru fram á þeim svæðum þar sem varpútbreiðsla sandlóu er að mestu línuleg, við strendur og ár, en þar verpur hún sums staðar afar þétt (Böðvar Þórisson 2013).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 5,1 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):  

Sandlóustofninn er það stór og verpur það dreift hér á landi að hann nálgast ekki hættumörk af þeim ástæðum. Engar marktækar mælingar hér varpa hins vegar ljósi á þróun hans. Athuganir á vetrarstöðvum þeirrar deilitegundar sem verpur hér, á Grænlandi og í Kanada, benda til þess að stofninn sé stöðugur eða hugsanlega í hnignun en þó ekki það mikilli að hann teljist í hættu (LC), sbr. van Roomen o.fl. (2015).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Sandlóa var ekki í hættu (LC).

Verndun

Sandlóa er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Viðkomustaðir sandlóu hér á landi teljast varla alþjóð­lega mikilvægir en þó hafa allt að 2.000 fuglar sést samtímis í Skarðsfirði (Herdís Ólína Hjörvarsdóttir o.fl. 2016).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Kanada/Evrópa = 2.400 fuglar/birds; 800 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

Töflur

Reiknaður fjöldi sandlóa sem gæti orpið á þeim mikilvægu fuglasvæðum þar sem >1% íslenska stofnsins er að finna – Calculated number of breeding Charadrius hiaticula within important bird areas with >1% of the Icelandic population.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 B 320 2013 1,4  
Vatnajökulsþjóðgarður VOT-N_15 B 1.115 2013 4,8  
Jökuldalsheiði VOT-A_2 B 297 2013 1,3  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 851 2013 3,6  
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 1.203 2013 5,2  
Alls–Total     3.786   16,2  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpublished

Myndir

Heimildir

Böðvar Þórisson 2013. Farhættir og lýðfræði sandlóu Charadrius hiaticula. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands, Reykjavík.

Böðvar Þórisson, Vigfús Eyjólfsson, Arnþór Garðarsson, Hulda Birna Albertsdóttir og Tómas G. Gunnarsson 2012. The non-breeding distribution of Icelandic Common Ringed Plovers. Wader Study Group Bulletin 119: 97–101.

Herdís Ólína Hjörvarsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Björn Gísli Arnarson, Jóhann Helgi Stefánsson og Snævarr Guðmundsson 2016. Grunnrannsóknir lífríkis við Míganda í Skarðsfirði. Höfn í Hornafirði: Náttúrustofa Suðausturlands.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf.

Thorup, O., ritstj. 2006. Breeding waders in Europe 2000. International Wader Studies 14. Thetford: International Wader Study Group. (Tölur yfir íslenska stofna byggjast á óbirtri samantekt: Guðmundur A. Guðmundsson 2002. – Estimates of breeding populations of Icelandic waders worked out for the „Breeding waders in Europe 2000” report).

van Roomen M., S. Nagy, R. Foppen, T. Dodman, G. Citegetse og A. Ndiaye 2015. Status of coastal waterbird populations in the East Atlantic Flyway. With special attention to flyway populations making use of the Wadden Sea. Leeuwarden, Hollandi: Programme Rich Wadden Sea; Nijmegen, Hollandi: Sovon; Wageningen, Hollandi: Wetlands International; Cambridge, Englandi: BirdLife International og Wilhelmshaven, Þýskalandi: Common Wadden Sea Secretariat. http://www.waddensea-secretariat.org/ sites/default/files/downloads/status_coastal_birds_eaf_2014_1.pdf [skoðað 15.5.2017].

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Sandlóa (Charadrius hiaticula)

Samantekt á Ensku

The Charadrius hiaticula population in Iceland is estimated 23,000 pairs, based on measured densities in different habitat types and known and probable distribution; 16% may nest in IBAs designated for other species. No such areas are specifically designated for this species, but two staging sites are close to meeting the criteria which include arctic passage migrants in unknown numbers.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.