Flórgoði (Podiceps auritus)

Útbreiðsla

Flórgoði verpur í N-Ameríku, norðanverðri Evrópu og Asíu til Kyrrahafs. Hér verpur hann í votlendi á láglendi.

Stofnfjöldi

Flórgoði er sjaldgæfur varpfugl hér á landi, fækkaði mikið fram undir lok 20. aldar en hefur fjölgað mikið frá um 1990 og fram á síðustu ár. Talning árið 2004 leiddi í ljós 700 pör og voru þau langflest á NA-landi (sjá kort) (Þorkell Lindberg Þórarinsson o.fl. 2011). Árlegar talningar á mikilvægustu varpstöðunum á Mývatni (Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn) og í öðru votlendi í Þingeyjarsýslu (Yann Kolbeinsson o.fl. 2016) benda til þess að stofninn hafi vaxið verulega síðan og gæti hann nú verið um 1.000 pör. Flórgoði er að mestu leyti farfugl, en sést hér og hvar á veturna, einkum við sunnanvert landið. Margir tugir og stundum um eða yfir 100 fuglar hafa vetursetu í innanverðum Hvalfirði og álíka margir í Berufirði á Austfjörðum (Náttúrufræðistofnun, vetrarfuglatalningar, Náttúru­stofa Norðausturlands, óbirt gögn). Einnig sjást á veturna litlir hópar, 3–10 fuglar eða dreif fugla á Stöðvarfirði og 10–20 fugla hópar í Hamarsfirði (Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC NT VU

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,1 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1996–2017

Íslenski flórgoðastofninn hefur vaxið mikið frá því upp úr 1990 og er ekki lengur á válista.

Á Válista 2000 var flórgoði metinn í hættu (EN) enda var stofninn þá innan við 1.000 kynþroska fuglar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Flórgoði var flokkaður sem tegund í hættu (EN).

Verndun

Flórgoði er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Flórgoða hefur fækkað mikið í N-Ameríku og einnig sums staðar í Evrópu, hann er því á heimsválista sem tegund í nokkurri hættu (VU) og á Evrópu­válista sem tegund í yfirvofandi hættu (NT; BirdLife International 2015).

Um 90% flórgoða verpa á mikilvægum fuglasvæðum (sjá töflu 1) og um 6% halda til á tvennum vetrarstöðvum hér við land (sjá töflu 2).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa (vetrarstofn/winter) = 768 fuglar/birds; 256 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: NV-Evrópa (sá langnefjaði/long-billed) = 57 fuglar/birds; 19 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Tafla 1: Flórgoðavarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Podiceps auritus in important bird areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Láglendi Skagafjarðar VOT-N_6 B 42 2004 6,0 B1i, B2
Sandur, Sílalækur VOT-N_8 B 8 2004 1,1  
Vestmannsvatn  VOT-N_9 B 16 2004 2,3 B1i, B2
Mývatn–Laxá VOT-N_11 B 372 2004 53,1 A1, A4i, B1i, B2
Öxarfjörður VOT-N_12 B 132 2004 18,9 B1i, B2
Úthérað VOT-A_3 B 38 2004 5,4 B1i, B2
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 11 2004 1,6  
Alls–Total     619   88,4  
*byggt á Þorkell Lindberg Þórarinsson o.fl. 2011

Tafla 2: Mikilvægar vetrarstöðvar flórgoða á Íslandi, meðalfjöldi fugla. – Important wintering sites of Podiceps auritus in Iceland: mean number of birds.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Hvalfjörður1 FG-V_6 W 55 2005–2013 2,6 B1i, B2
Berufjörður2 FG-A_2 W 73 2013–2016 3,5 B1i, B2
Alls–Total     128   6,1  
1Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar/IINH, mid-winter counts 2Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data

Myndir

Heimildir

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

Náttúrufræðistofnun Íslands. Vetrarfuglatalningar: niðurstöður (1952–2015, óbirt gögn, nema 1987–1989 og 2002–2015). http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur [skoðað 15.5.2016].

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2016. Fuglavöktun í Þingeyjarsýslum 2015. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-1603. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.

Þorkell Lindberg Þórarinsson, Ævar Petersen, Árni Einarsson, Halldór W. Stefánsson, Yann Kolbeinsson, Róbert A. Stefánsson, Böðvar Þórisson og Þórdís V. Bragadóttir 2011. Dreifing og fjöldi flórgoða á Íslandi 2004–2005. Bliki 31: 31–35.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Flórgoði (Podiceps auritus)

Samantekt á Ensku

The Podiceps auritus population in Iceland numbered 700 pairs in 2004 with 89% breeding within IBAs, five of which are specifically designated for this species. Furthermore, two wintering areas are designated IBAs, holding 6% of the population.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC), downlisted from VU in 2000.