Melablóm (Arabidopsis petraea)

Mynd af Melablóm (Arabidopsis petraea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Melablóm (Arabidopsis petraea)

Útbreiðsla

Melablóm er mjög algengt á melum um allt land, einnig mikið á hálendinu, jafnvel langt yfir 1000 metrum. Hæsti fundarstaður er 1460 m á Hvannadalshrygg í Öræfum. Þetta er ein af allra algengustu blómjurtum landsins en í vel grónum sveitum og landbúnaðarhéröðum er hún stundum fátíð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Melar, skriður, sandar og hraun eru kjörsvæði melablómsins (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–12 sm) með fjórdeildum hvítum blómum í klasa efst á stöngulendum. Blómgast í maí.

Blað

Stöngullinn með fáum blöðum, lensulaga eða oddbaugóttum, heilrendum. Stofnblöðin í hvirfingu, öfuglensulaga, spaðalaga eða öfugegglaga, venjulega gróftennt eða sepótt á jöðrunum en stundum heilrend. Blaðkan 0,5–1 sm á lengd, oft hærð ásamt blaðstilkunum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru allmörg saman í stuttum klasa efst á stöngulendunum, fjórdeild. Krónublöðin hvít, sjaldan með ljósfjólubláum blæ, 5–8 mm á lengd, ávöl í endann. Bikarblöðin sporbaugótt, 3 mm, græn eða bleikleit með glærum himnufaldi. Fræflar sex, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Skálparnir eru 1,5–2 sm á lengd, 1–2 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Melablóm getur líkst vorblómi (Draba spp.) en melablómið hefur heldur stórgerðari blóm, lengri og mjórri skálpa og ekki eins þétta blaðhvirfingu við stofninn (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Melablóm (Arabidopsis petraea)
Útbreiðsla: Melablóm (Arabidopsis petraea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |