Skriðnablóm (Arabis alpina)

Mynd af Skriðnablóm (Arabis alpina)
Mynd: Hörður Kristinsson
Skriðnablóm (Arabis alpina)

Útbreiðsla

Skriðnablóm vex nokkuð dreift um allt landið. Það vex jafnt á láglendi sem hátt til fjalla í meir en 1000 m hæð. Hæsti fundarstaður þess er í 1300 m á Tröllaskaga, bæði í Glerárdalshnjúk og á Tungnahrygg, og 1290 m í Steinþórsfelli í Esjufjöllum (Hálfdán Björnsson) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Skriðnablóm finnst einkum í djúpum giljum og gljúfrum, í klettum og grjótskriðum. Það vex helst í skugga og raka (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (8–30 sm) með hvítum blómklösum og tenntum laufblöðum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blöðin loðin, gróftennt, oddbaugótt eða öfuglensulaga, 1,5–5 sm á lengd, 5–15 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í klasa, fjórdeild, hvít. Krónublöðin 7–10 mm á lengd, ávöl í endann. Bikarblöðin gulleit, 3 mm á lengd, hærð ofan til. Fræflar sex, ein löng og mjó fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Þroskuð aldin 2–4 sm á lengd en innan við 2 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Skriðnablóm hefur stærri blóm en melablóm og er auðþekkt á miklu stærri og loðnari laufblöðum. Það getur einnig minnt á fjörukál en skriðnablóm er með loðin blöð og beina, jafngranna skálpa án þverskoru, ólíkt fjörukálinu (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Skriðnablóm (Arabis alpina)
Útbreiðsla: Skriðnablóm (Arabis alpina)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |