Mynd: Hörður Kristinsson
Jöklaklukka (Cardamine bellidifolia)
Útbreiðsla
Finnst aðeins finnst hátt til fjalla, oftast frá 600–1200 m. Hæstu þekktu fundarstaðir eru á Hvannadalshrygg í 1440 m og á Staðargangnafjalli við botn Kolbeinsdals í 1240 m.b (Hörður Kristinsson - floraislands.is)
Búsvæði
Vex helst á háfjallamelum eða mosaþembum (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Mjög lágvaxin planta (1–6 sm) með hvítum, fjórdeildum blómum. Hún myndar einkennandi langa, striklaga skálpa.
Blað
Blöðin eru flest stofnstæð, heilrend, stilklöng (1–2 sm). Blaðkan kringlótt eða egglaga, 3–7 mm á lengd og 2–5 mm á breidd, hárlaus, oftast með örstuttum kirtiloddi í endann (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru 4–5 mm í þvermál, fjórdeild. Krónublöðin hvít. Bikarblöðin dökk, snubbótt í endann, 2 mm löng. Fræflar sex, ein aflöng fræva (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er 1–2 sm langur og 1 mm breiður skálpur (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Jöklaklukka getur líkst hinu örsmáa fjallaafbrigði af skarfakáli og smávöxnum háfjallaplöntum af melablómi. Jöklaklukkan þekkist helst á lögun blöðkunnar og á stilk sem er ætíð lengri en blaðkan, hinir löngu, grönnu skálpar eru fullþroska til fjalla löngu á undan melablómi.
Útbreiðsla: Jöklaklukka (Cardamine bellidifolia)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp