Hrafnaklukka (Cardamine pratensis)

Mynd af Hrafnaklukka (Cardamine pratensis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrafnaklukka (Cardamine pratensis)

Útbreiðsla

Hún er algeng um allt land í deigum jarðvegi og mýrum frá láglendi upp í 700 m hæð. Hún er einnig algeng um hálendið og allhátt til fjalla, hæst fundin á Skessuhrygg í Höfðahverfi í 1150 m og Seljadalsbrúnum við Hörgárdalsheiði í 1100 m en blómstrar þar oft lítið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Hrafnaklukka getur valdið fósturmissi, sérstaklega á fyrstu mánuðum meðgöngu (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998)! Te af fjólubláum plöntum var talið gott ættu menn við svefnleysi að stríða en te af hvítum plöntum átti að halda manni vakandi (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Hrafnaklukka drepur iðraorma, örvar starfsemi lifrar og tíðir kvenna svo eitthvað sé nefnt (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Hrafnaklukka inniheldur m.a. bitur efni (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Kýs helst hálfdeigjur, deigt vallendi og mýrar.

Lýsing

Meðalhá jurt (15–35 sm) með fjöðruðum blöðum og hvítum til fölfjólubláum blómum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Stöngullinn hárlaus. Blöðin fjöðruð. Stofnstæðu blöðin með kringluleitum smáblöðum, endablaðið oftast stærst. Stöngulblöðin með mjóum lensulaga eða tungulaga smáblöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í stuttum og þéttum klasa efst á stönglinum. Krónublöðin hvít, bleik eða fölfjólublá, með dekkri æðum, 10–15 mm löng, naglmjó, ávöl í endann eða örlítið skert. Bikarblöðin græn, 3–4 mm á lengd. Sex fræflar, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er skálpur, myndaður af einni frævu. Hann er 2–3,5 sm langur en 1–1,5 mm breiður (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blaðhvirfingin getur líkst lambaklukku en þær eru auðþekktar í blóma.

Útbreiðsla - Hrafnaklukka (Cardamine pratensis)
Útbreiðsla: Hrafnaklukka (Cardamine pratensis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |