Mynd: Hörður Kristinsson
Maríuvendlingur (Comastoma tenellum)
Útbreiðsla
Maríuvendlingur finnst nokkuð víða inn til landsins, einkum á landinu norðaustanverðu. Hann er ófundinn í lágsveitum á Suðvesturlandi og Suðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Grónar grundir og vellir, einkum meðram lækjum og ám.
Lýsing
Einær, lágvaxin jurt (3–12 sm), blómstrar stökum, bláum blómum á blaðlausum stilk sem rís upp úr blaðhvirfingu. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Einær. Stönglar oftast greindir neðst, grannir, dökkir. Blöðin gagnstæð, oddbaugótt eða egglaga, oft blámenguð, hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Krónan oftast fjórdeild, ljósbláleit eða fjólublá, um 1 sm á lengd, klofin fjórðung til þriðjung niður. Hvítleitir þræðir í blómgininu. Bikarinn ríflega helmingi styttri en krónan, klofinn nær niður í gegn, fliparnir oddbaugóttir til breiðlensulaga. Fræflar fjórir til fimm. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið sívalt, aflangt hýði sem klofnar í toppinn við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst dýragrasi og gullvendi. Maríuvendlingur þekkist vel frá báðum á bikarblöðunum.
Útbreiðsla: Maríuvendlingur (Comastoma tenellum)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp