Túnvorblóm (Draba glabella)

Lýsing

Lágvaxin jurt (15–25 sm) með grænum, hærðum blöðum og stönglum, blómstrar hvítum blómklösum.

Blað

Myndar gisnar þúfur. Blöð og stönglar grænir eða gráir vegna þéttrar stjörnuhæringar, oftast einnig með nokkur einföld hár. Stórar stofnhvirfingar og eitt til fjögur stöngulblöð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Klasar margblóma með hlutfallslega stórum blómum. Krónublöð hvít (sjaldan gulhvít), 3–5 mm löng (Lid og Lid 2005).

Aldin

Skálpar mjóegglaga eða lensulaga, ýmist hærðir eða hárlausir. Skálpveggur oftast með áberandi hliðartaugar. Stilkur stuttur (0,4–0,5 mm). Fræin ljósbrún, 1,0–1,3 mm löng (Lid og Lid 2005).

Afbrigði

Tvö afbrigði eru til af þessari tegund, var. glabella og var. dovrenses. Hið síðarnefnda er oft nokkuð stærra en hitt, vex helst í fjalllendi (Lid og Lid 2005).

Greining

Það getur reynst nokkuð erfitt að greina túnvorblóm frá hagavorblómi. Getur einnig líkst grávorblómi en það er þó oftast með fleiri en fimm stöngulblöð.

Útbreiðsla - Túnvorblóm (Draba glabella)
Útbreiðsla: Túnvorblóm (Draba glabella)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |