Aronsvöndur (Erysimum strictum)

Mynd af Aronsvöndur (Erysimum strictum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Aronsvöndur (Erysimum strictum)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæfur nema við Mývatn, þar er hann algengur. Hann virðist vera sjaldgæfur á Suðurlandi austan Ölfusár og á Austurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Vegna þess hve algengur hann er á Mývatni er hann stundum verið nefndur Mývatnsdrottning (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex einkum í klettum, oft við hreiðurstaði fugla eða í hólmum úti í vötnum, þurrum brekkum eða vegbrúnum.

Lýsing

Hávaxin planta (40–70 sm) með sterklegum stöngli, lensulaga blöðum og gulum blómklösum. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngullinn sterklegur, uppréttur, gáróttur. Blöðin stakstæð, lensulaga, gistennt, með gisnum kvísl- eða stjörnuhárum, 2–6 sm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa í klösum út úr blaðöxlunum, fjórdeild. Krónublöðin gul, aflöng, 7–9 mm á lengd. Bikarblöðin græn, 4–5 mm. Sex fræflar, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 1,5–3 sm langur skálpur, 1 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Aronsvöndur (Erysimum strictum)
Útbreiðsla: Aronsvöndur (Erysimum strictum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |