Laugamaðra (Galium uliginosum)

Mynd af Laugamaðra (Galium uliginosum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Laugamaðra (Galium uliginosum)
Mynd af Laugamaðra (Galium uliginosum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Laugamaðra (Galium uliginosum)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Graslendi á bökkum, grösugir deiglendir móar og grónir hvammar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá planta (12–30 sm) með laufblöðin í krönsum og lítil, hvít, fjórdeild blóm úr blaðöxlunum. Blómgast í júlí.

Blað

Blöðin venjulega fjögur til sex í hverjum kransi, lensulaga eða breiðlensulaga, 6–14 mm á lengd, frambreið, broddydd, snarprend. Stöngullinn skarpstrendur með niðurvísandi broddum sem gera hann mjög snarpan og með þeim styður plantan sig við hávaxinn gróðurinn í kring (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa nokkur saman í blómskipunum úr blaðöxlum efri blaðanna. Krónan samblaða, fjórdeild, klofin langt niður, 3–4 mm í þvermál, fliparnir útréttir, krossstæðir. Bikarinn óhærður. Fræflar fjórir, ein fræva með klofnum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst hvítmöðru en laugamaðran þekkist einkum á hinum snarpa stöngli en einnig á því að blöðin eru ekki fleiri en sex í kransi (oft sjö eða átta á hvítmöðru), jurtin er auk þess stórvaxnari og brotgjarnari, vex gjarnan innan um hátt gras.

Útbreiðsla - Laugamaðra (Galium uliginosum)
Útbreiðsla: Laugamaðra (Galium uliginosum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |