Mynd: Hörður Kristinsson
Dýragras (Gentiana nivalis)
Útbreiðsla
Algengt um allt land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Móar og snögggrónar flatir eða bollar (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Einær lítil jurt (4–12 sm) sem blómstrar fagurbláum, fimmdeildum blómum í júní–júlí.
Blað
Einær, hárlaus jurt. Stöngullinn grannur, strendur. Laufblöðin gagnstæð, oddbaugótt eða egglaga, lítil (6–9 mm) og heilrend (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin 7–8 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin djúpblá, ydd í endann svo blómin líta út sem lítil stjarna. Bikarinn hlutfallslega stór, 1–2 sm, klofinn niður um þriðjung í fimm oddmjóa flipa með dökkan kjöl. Fræflar fimm með gulhvíta frjóhnappa. Ein oddmjó fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst maríuvendlingi sem er þó auðþekktur á ljósari, fjórdeildum blómum, bikarinn klofinn miklu lengra niður. Blástjarna þekkist frá dýragrasi á stærri og ljósari blómstjörnu, bikarinn frábrugðinn, klofinn langt niður.
Útbreiðsla: Dýragras (Gentiana nivalis)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp