Engjavöndur (Gentianopsis detonsa)

Mynd af Engjavöndur (Gentianopsis detonsa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Engjavöndur (Gentianopsis detonsa)

Útbreiðsla

Allvíða á árbökkum nærri sjó og á sjávarbökkum eða sjávarfitjum. Hann vex sjaldan langt inni í landi. Engjavöndur er fremur sjaldséður á Suðurlandi, ófundinn frá Ölfusá austur að Hornafirði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Sléttir árbakkar eða engjar nærri sjó, sjávarbakkar eða sjávarfitjar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (10–20 sm) með bláum, pípulaga blómum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Jurtin er öll hárlaus. Stöngullinn stinnur og uppréttur, gáróttur, myndar stundum allmarga hliðarstöngla neðst sem eru einnig uppréttir og álíka gildir og aðalstöngullinn. Blöðin mjóöfugegglaga eða lensulaga, heilrend, 2–3 sm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Krónan pípulaga, allstór, 2,5–5 sm á lengd, 1–1,5 sm í þvermál efst, fjólublá, oftast fjórdeild en stundum fimmdeild, ginleppalaus, snýr upp á sig í lokuðum blómum. Bikarinn 2–3 sm á lengd, oftast með fjórum, löngum og oddmjóum flipum. Fræflar fjórir. Ein tvíblaða fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Sívalt, aflangt hýði (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hann hefur stærri blóm en aðrar íslenskar jurtir af maríuvandarætt. Líkist helst maríuvendi en engjavöndurinn hefur blárri blóm, vantar ginleppa og er auðþekktur á bikarnum.

Útbreiðsla - Engjavöndur (Gentianopsis detonsa)
Útbreiðsla: Engjavöndur (Gentianopsis detonsa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |