Efjugras (Limosella aquatica)

Mynd af Efjugras (Limosella aquatica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Efjugras (Limosella aquatica)

Útbreiðsla

Hér og hvar á láglendi, algengast um sunnanvert landið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Leirefja í tjarnastæðum og tjarnajöðrum eða leirflæður (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Mjög lágvaxin planta (1–4 sm) með langstilkuðum blöðum og litlum, ljósum blómum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Plantan að mestu jarðlæg. Blöðin mörg saman í stofnhvirfingu, hvert um sig á 2–4 sm löngum stilk. Blaðkan lensulaga eða sporbaugótt, 5–12 mm á lengd og 2–5 mm á breidd. Öll plantan hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin allmörg í þyrpingu út frá stofninum, nokkuð legglöng (5–15 mm). Krónan fimmdeild, um 3 mm í þvermál, bjöllulaga með V-laga flipum, bleik eða nær hvít. Bikarinn samblaða, grænn. Fræflar fjórir. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldin egglaga eða nær hnöttótt hýðisaldin, 2–3 mm langt með örstuttum, áföstum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt í blóma, blöðin minna á sum blöð flagasóleyjar sem þekkist þó frá efjugrasi á hinum bogsveigðu, rótskeytu renglum.

Útbreiðsla - Efjugras (Limosella aquatica)
Útbreiðsla: Efjugras (Limosella aquatica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |