Blástjarna (Lomatogonium rotatum)

Mynd af Blástjarna (Lomatogonium rotatum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Blástjarna (Lomatogonium rotatum)

Útbreiðsla

Allvíða á Norður- og Austurlandi, einkum inn til landsins, annars fremur sjaldgæf (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Grónir bakkar og áreyrar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (8–18 sm), einær, með fáum ljósbláum, fimmdeildum blómum. Blómgast í júlí.

Blað

Einær jurt. Stöngullinn dökkfjólublár, hárlaus. Blöðin gagnstæð, lensulaga, 5–20 mm á lengd, hárlaus og óstilkuð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Fá blóm. Krónan fimmdeild, fremur ljósblá, 9–16 mm í þvermál. Krónublöðin odddregin en nokkuð breið. Bikarinn klofinn nær niður í gegn, með fimm, mislöngum, mjóum flipum sem eru álíka langir eða lengri en krónublöðin. Fræflar fimm. Ein stór, bláleit, stíllaus fræva. Frænið myndar tvær rákir niður eftir frævunni endilangri (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt frá öðrum fimmdeildum bláum blómum, m.a. á yddum krónublöðum (sjá þó dýragras). Frænisrákirnar eru einstakar fyrir tegundina.

Útbreiðsla - Blástjarna (Lomatogonium rotatum)
Útbreiðsla: Blástjarna (Lomatogonium rotatum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |