Síkjamari (Myriophyllum alterniflorum)

Mynd af Síkjamari (Myriophyllum alterniflorum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Síkjamari (Myriophyllum alterniflorum)
Mynd af Síkjamari (Myriophyllum alterniflorum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Síkjamari (Myriophyllum alterniflorum)

Útbreiðsla

Síkjamarinn er algengur um land allt í vatnsfylltum skurðum og síkjum, í tjörnum og stöðuvötnum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Lygn síki, tjarnir og stöðuvötn (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Hávaxin vatnaplanta (25–50 sm) með kransstæð tálknblöð. Blómgast í vatnsyfirborðinu í júlí.

Blað

Blöðin kransstæð, oftast fjögur saman, fjaðurgreind, margskipt, með hárfína, striklaga bleðla, 1,5–2 sm á lengd. Stönglar venjulega berir neðan til (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómöxin rísa aðeins upp úr vatnsyfirborðinu. Blómin smá, einkynja, í gisnu axi á toppi plöntunnar. Blómhlífin fjórdeild með bikar og krónu. Krónublöðin hvít eða rauðleit. Fræflar átta, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hann er fíngerðari og með grennri sprota en vatnamarinn sem er miklu sjaldgæfari. Blöðin geta einnig minnt á tálknblöð lónasóleyjar en eru þó greinilega fjaðurskipt.

Útbreiðsla - Síkjamari (Myriophyllum alterniflorum)
Útbreiðsla: Síkjamari (Myriophyllum alterniflorum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |