Lyfjagras (Pinguicula vulgaris)

Mynd af Lyfjagras (Pinguicula vulgaris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lyfjagras (Pinguicula vulgaris)
Mynd af Lyfjagras (Pinguicula vulgaris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lyfjagras (Pinguicula vulgaris)

Útbreiðsla

Algeng um allt land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Smádýr festast í slíminu á efra borði blaðanna, plantan leysir dýrin upp og nærist á þeim (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mólendi, deigir bakkar og flög (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin planta (5–10 sm) með slímuga blaðhvirfingu og fjólublá, einsamhverf blóm. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin öll í stofnhvirfingu, jarðlæg, gulgræn, heilrend, 2–3 sm á lengd, odddregin en snubbótt í endann með upporpnum röndum, slímug á efra borði (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru einsamhverf, lotin, 1–1,5 sm í þvermál. Krónan dökkfjólublá, með fimm ávölum, mislöngum sepum, þeir neðri lengri en þeir efri, með grönnum dökkum spora. Bikarinn dökkur, með stuttum kirtilhárum. Tveir fræflar, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blómin líkjast fljótt á litið fjólum en eru heilkrýnd, allar fjólur eru lauskrýndar. Lyfjagrasið þekkist líka strax á blöðunum.

Útbreiðsla - Lyfjagras (Pinguicula vulgaris)
Útbreiðsla: Lyfjagras (Pinguicula vulgaris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |