Davíðslykill (Primula egaliksensis)

Útbreiðsla

Hefur aðeins fundist á einum stað á landinu (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Deigt graslendi.

Lýsing

Blað

Blöð í stofnhvirfingu, sporbaugótt en stundum allt að kringlótt, mjókka jafnt og að blaðstilknum sem er vængjaður. Blöð 1–3 sm löng að blaðstilknum meðtöldum. Vanalega heilrend, hárlaus eða eins og þakin dufti (Wiggins og Thomas 1962).

Blóm

Blómin eru hvít, (Hörður Kristinsson 1998) eitt til þrjú saman í sveipum. Blómstilkurinn 5–20 sm langur, blómleggurinn 0,5–3 sm langur, uppréttur þegar plantan er komin í aldin. Stoðblöð svo gott sem sekklaga við grunninn, 3–4 mm löng. Bikarinn 3–6 mm langur, tennurnar um þriðjungur af lengdinni. Krónupípan jafnlöng eða lítið eitt lengri en bikarinn, hvít til ljósfjólublá á lit, krónufliparnir 5–8 mm á breidd, með skerðingu í endann (Wiggins og Thomas 1962).

Aldin 

Fræhylki sívalt, mjótt, um tvöföld lengd bikarsins, 7–8 mm langt með fjölda fræja (Wiggins og Thomas 1962).

Válisti

RE (útdauð á Íslandi)

Ísland Heimsválisti
RE LC

Forsendur flokkunar

Davíðslykill fannst árið 1911 við utanverðan Eyjafjörð, á sjávarbökkum á Stóru-Hámundarstöðum. Virðist tegundin hafa vaxið á nokkru svæði en nokkuð strjált. Davíðslykillinn hefur hins vegar ekki fundist síðan um 1980 og má telja öruggt að tegundin sé horfin úr flóru Íslands. Davíðslykill hefur aldrei fundist utan þessa eina fundarstaðar og ekki er vitað um hann í ræktun.

Viðmið IUCN

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Davíðslykill er á válista í hættuflokki RE (útdauð á svæði).

Válisti 1996: Davíðslykill er á válista í hættuflokki EW (útdauð í náttúrunni).

Verndun

Útbreiðsla - Davíðslykill (Primula egaliksensis)
Útbreiðsla: Davíðslykill (Primula egaliksensis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |