Mynd: Hörður Kristinsson
Klettafrú (Saxifraga cotyledon)
Mynd: Hörður Kristinsson
Klettafrú (Saxifraga cotyledon)
Útbreiðsla
Hún vex aðeins á Austurfjörðum og Suðausturlandi og er nokkuð víða á því svæði, allt frá Loðmundarfirði suður í Hemru í Skaftártungu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Almennt
Klettafrú hefur gengið undir nafninu þúsunddygðajurt í Skaftafellssýslu (Stefán Stefánsson 1948).
Búsvæði
Hún vex oftast utan í hamraveggjum, einkum þeim sem vita mót sól (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Lýsing
Meðalhá planta (10–40 sm) með þykk blöð í stofnhvirfingu og stóra, hvíta blómklasa. Blómgast í júlí.
Blað
Marggreinótt jurt. Blöðin stofnstæð, mynda þétta og reglulega hvirfingu, öfugegglaga eða tungulaga, þykk, um 10–15 mm breið, sígræn, smátennt með kalkörðum í tönnunum (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómmargir klasar oftast úr hverri blaðöxl. Blómin 1,2–1,8 sm í þvermál. Krónublöðin spaðalaga, randhærð neðan til, hvít og stundum með rauðum æðum. Bikarblöðin 4–5 mm á lengd, með stuttum, rauðum kirtilhárum. Fræflar tíu, frævan klofin í oddinn með tveim útstæðum stílum (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinin eru hýði (Stefán Stefánsson 1948).
Greining
Líkist helst bergsteinbrjót og hefur svipaða en minni blaðhvirfingu og miklu færri og minni blóm.
Útbreiðsla: Klettafrú (Saxifraga cotyledon)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp