Gullbrá (Saxifraga hirculus)

Mynd af Gullbrá (Saxifraga hirculus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gullbrá (Saxifraga hirculus)

Útbreiðsla

Hún er fremur sjaldgæf og sums staðar talin í útrýmingarhættu í Evrópu, líklega er hún hvergi algengari en á Íslandi. Hún fer allvíða upp í 800 m hæð, hæst fundin uppi á Hleiðargarðsfjalli við Eyjafjörð í 1000 m. Stundum er hún einnig á láglendi í klettum eða skútum þar sem væta er. Á láglendi er hún einkum algeng á móbergssvæðinu á Suðurlandi (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Mýrlendi upp til heiða, á rústakollum á hálendinu, í vætu á grónum áreyrum, rökum flögum og klettum ef nægur raki er (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (6–12 sm) með lensulaga blöð og fá, stór, gul blóm. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn brúnloðinn, blöðóttur. Blöðin heilrend, lensulaga, blaðkan 1–2 sm á lengd og 2–4 mm á breidd. Stofnblöðin oft stilkuð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild, venjulega aðeins eitt til tvö á hverjum stöngli, 2–3 sm í þvermál. Krónublöðin gul með rauðum dröfnum neðantil að innanverðu, fremur mjó (5–7 mm). Bikarblöðin græn, langrákótt, a.m.k. helmingi styttri en krónublöðin, niðursveigð. Tíu fræflar, ein fræva, tvíkskipt í toppinn (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Gullbrá (Saxifraga hirculus)
Útbreiðsla: Gullbrá (Saxifraga hirculus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |