Mosasteinbrjótur (Saxifraga hypnoides)

Mynd af Mosasteinbrjótur (Saxifraga hypnoides)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mosasteinbrjótur (Saxifraga hypnoides)

Útbreiðsla

Nokkuð algengur um landið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex í fremur grýttu landi, oft í vel grónum, bröttum hlíðum, mosavöxnum skriðum eða giljum, einkum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxin jurt (10–15 sm) með mosaleg blöð og fá, fimmdeild, hvít blóm. Blómgast í júní.

Blað

Stofnblöðin um 1 sm á lengd, mjó að neðan en frambreið með þremur til fimm, sjaldnar sjö, broddyddum tönnum. Stöngul- og blaðsprotablöð oftast heil, nær striklaga, stakstæð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa eitt eða fleiri á hverjum stöngli, 1,5–2 sm í þvermál. Krónublöðin hvít með dekkri æðum, öfugegglaga. Bikarblöðin um þriðjungur af lengd krónublaðanna. Fræflarnir tíu. Frævan klofin í toppinn með tveim stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Mosasteinbrjótur getur líkst þúfusteinbrjóti en hefur langa, gisblöðótta blaðsprota og heldur stærri blóm. Eins er hann heldur stórvaxnari.

Útbreiðsla - Mosasteinbrjótur (Saxifraga hypnoides)
Útbreiðsla: Mosasteinbrjótur (Saxifraga hypnoides)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |