Lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis)

Mynd af Lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis)

Útbreiðsla

Algengur til fjalla en mun fágætari á láglendi og vex þá helst í skuggsælum klettum, giljum og vatnsfarvegum eða í strandklettum. Lækjasteinbrjóturinn fer upp fyrir 1500 m hæð í fjöllum landsins (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Við læki, lindir, í mosagrónum dýjum, votlendi, flögum og á blautum klettaveggjum, einkum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxin jurt (3–12 sm) með sepótt blöð og hvít, fimmdeild blóm. Blómgast júní–júlí.

Blað

Blöðin stilklöng, stutt og breið, venjulega fimmsepótt eða flipótt að framan, sum blöðin oft þríflipótt, fliparnir oftast snubbóttir, breiðir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 7–10 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, sjaldan örlítið bleikleit, bikarblöðin snubbótt. Fræflar tíu, frævan klofin í toppinn, með tveim stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst laukasteinbrjóti en lækjasteinbrjótur hefur enga rauða laukknappa í blaðöxlunum og töluvert minni blóm en blöðin eru lík.

Útbreiðsla - Lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis)
Útbreiðsla: Lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |