Toppasteinbrjótur (Saxifraga rosacea)

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (5–20 sm) sem myndar breiður eða flatar þúfur og blómstrar hvítum blómum.

Blað

Flatar þúfur eða breiður með skriðulum renglum. Stöngullinn langhærður en ekki kirtilhærður. Blöð með þrjá til sjö langa flipa (Lid og Lid 2005).

Blóm

Krónublöð meira en helmingi lengri en bikarblöðin (Hörður Kristinsson 1998). Blómin stór, mörg á hverjum stöngli. Blómknappar uppréttir. Krónublöð hvít til rauð (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist þúfusteinbrjóti en hefur gisnari og minna þúfumyndandi blaðsprota, stærri blóm og hlutfallslega lengri krónublöð (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Toppasteinbrjótur (Saxifraga rosacea)
Útbreiðsla: Toppasteinbrjótur (Saxifraga rosacea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |