Mynd: Hörður Kristinsson
Dvergsteinbrjótur (Saxifraga tenuis)
Lýsing
Mjög lágvaxin jurt (2–5 sm) með stuttstilkuð eða stilklaus stofnblöð og hvít eða ljósrauð blóm.
Blað
Stofnblöðin stuttstilkuð eða stilklaus, 5–7 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998). Blöðin rúnnuð og bogtennt, oftast hárlaus og gljáandi á efra borði, purpurarauð á neðra borði (Lid og Lid 2005).
Blóm
Blómstilkur stuttur og giskirtilhærður, án langra hára. Blómin greinilega stilkuð, fá saman. Krónublöð lítil, hvít eða ljósrauð (Lid og Lid 2005). Fræni niðursveigð (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist snæsteinbrjóti en er miklu smærri, vex aðeins hátt til fjalla og hefur stuttstilkuð eða stilklaus blöð. Auk þess hefur dvergsteinbrjótur niðurbeygðari fræni. Náskyldar tegundir sem ekki verða alltaf örugglega aðgreindar.
Útbreiðsla: Dvergsteinbrjótur (Saxifraga tenuis)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp