Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)

Mynd af Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)
Mynd: Hörður Kristinsson
Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)
Mynd af Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)
Mynd: Hörður Kristinsson
Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)
Mynd af Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)
Mynd: Hörður Kristinsson
Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)

Lýsing

Plöntur jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, oft leðurkenndar. Plöntur einkynja, kvenstilkur með stjörnulaga höfði og karlstilkur með hjartalaga, stutta sepa (Bergþór Jóhannsson 2002).

Gróliður

Plöntur jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, oft leðurkenndar, grænar, stundum með dökkri rák eftir þalmiðju. Rákin er stundum óslitin, stundum sundurslitin og oft vantar hana alveg. Þaljaðrar stundum brúnir eða rauðleitir og stundum er allt yfirborðið brúnleitt eða rauðleitt. Neðra borð að mestu grænt. Þal kvíslgreint, oftast flatt en stundum rennulaga. Þalyfirborð reitað. Loftop áberandi og sjást vel (Bergþór Jóhannsson 2002).

Kynliður

Plöntur einkynja. Kvenstilkur getur orðið um 50 mm langur. Kvenstilkur og karlstilkur með tveim rætlingarennum. Karlhöfuð oftast með átta hjartalaga, stuttum sepum. Þeir geta orðið fleiri. Neðra borð karlhöfuðs með kviðflögum. Kvenhöfuð stjörnulaga, oftast með níu sepum. Þeir geta orðið fleiri og eru stöku sinnum aðeins átta (Bergþór Jóhannsson 2002).

Frumur

Yfirborðsfrumur oftast með þunnum veggjum. Lofthólf í einu lagi (Bergþór Jóhannsson 2002).

Útbreiðsla - Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)
Útbreiðsla: Stjörnumosi (Marchantia polymorpha)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |