Tungljurt (Botrychium lunaria)

Mynd af Tungljurt (Botrychium lunaria)
Mynd: Hörður Kristinsson
Tungljurt (Botrychium lunaria)

Útbreiðsla

Algeng um land allt frá láglendi upp í 700 m hæð. Hæsti fundarstaður tungljurtar er á jarðhitasvæði í Öskju í 1180 m en í köldum jarðvegi á Þverárdalshnjúk í Öxnadal í 1000 m (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Grasbollar og grónar brekkur eða valllendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (8–20 sm) með einu, fjaðurskiptu blaði og klasa af gróhirslum.

Blað

Örstuttur, uppréttur jarðstöngull með einu blaði sem greinist í tvennt ofan til, í gróbæran hluta með klasa af gróhirslum og 2–6 sm langa, fjaðraða blöðku með hálfmánalaga eða blævængslaga smáblöðum. Smáblöðin 0,5–1 sm á lengd en 1–1,5 sm á breidd, bylgjuð í röndina eða nær heilrend (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróhirsluklasinn marggreindur, gróhirslur hnöttóttar og opnast með þverrifu í kollinn (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst mánajurt og lensutungljurt en tungljurtin er auðþekkt á hinum hálfmánalaga hliðarblöðum sínum (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Tungljurt (Botrychium lunaria)
Útbreiðsla: Tungljurt (Botrychium lunaria)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |