Sæhvönn (Ligusticum scoticum)

Mynd af Sæhvönn (Ligusticum scoticum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Sæhvönn (Ligusticum scoticum)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Sjávarhamrar og sjávarbakkar, urð og bollar við sjó (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Hávaxin planta (30–60 sm) með hvíta blómsveipi og rauðmengaða stöngla. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin stilkuð, þrífingruð. Smáblöðin stilklöng og aftur þrífingruð. Smáblöð annarrar gráðu flipuð eða sepótt, fliparnir tenntir, slíðurrendur rauðar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 3–4 mm í þvermál. Krónublöðin öfugegglaga eða tungulaga, stundum skert í oddinn, hvítleit eða aðeins bleikleit. Fræflar fimm, frævan með tveim stílum. Stórreifar strik- eða sverðlaga, flatar, 1–1,5 sm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið klofnar í tvö deilialdin, 6–8 mm á lengd, með fimm langrifjum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt frá öðrum hvönnum á þrífingruðum blöðum frá öðrum hvönnum. Auk þess er hún mun minni.

Útbreiðsla - Sæhvönn (Ligusticum scoticum)
Útbreiðsla: Sæhvönn (Ligusticum scoticum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |