Blátoppa (Sesleria albicans)

Útbreiðsla

Sjaldgæf grastegund, aðeins fundin á nokkru svæði á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni og á Fagurhólsmýri (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Gras- og lyngmóar.

Lýsing

Meðalhá grastegund (15–60 sm) með stuttum, brúnum axleitum punti. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blaðsprotar með alllöngum, 2–4 mm breiðum blöðum, samanbrotnum að endilöngu. Slíðurhimnan örstutt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í stuttum (1,5–2 sm), langegglaga, þéttum, axleitum punti. Smáöxin tvíblóma. Axagnir 4–5 mm langar, himnukenndar, glærar með dökkri broddyddri miðtaug. Neðri blómögn breið, fimm- til sjötauga, bláfjólublá ofan til og myndar miðtaugin stuttan bláan brodd upp úr smáaxinu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Greinileg fækkun fundarstaða hefur verið skráð á suðvestanverðu landinu undanfarin ár en það ásamt ofangreindum ástæðum eru ástæður þess að blátoppa flokkast sem tegund í nokkurri hættu.

Viðmið IUCN: B1, 2ab(ii,iii,iv)

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2

B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til:a. Útbreiðsla stofns er mjög slitrótt.b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun eftirfarandi þriggja þátta;(ii) dvalar- eða vaxtarsvæðis,(iii) stærðar, umfangs og/eða gæða búsvæðis,(iv) fjölda fundarstaða eða undirstofna.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Blátoppa er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Blátoppa er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Gras- og lyngmóar.

Biota

Tegund (Species)
Blátoppa (Sesleria albicans)