Skallafífill (Hieracium demissum)

Lýsing

Undafífill með tveimur, fjórum eða sex stöngulblöðum, körfur með dökkum, snubbóttum reifum.

Blað

Plöntur oftast án blaðhvirfingar á blómgunartíma en blöð oft samþjöppuð á neðsta hluta stönguls. Stilklaus stöngulblöð með mjóum grunni. Blaðgrunnur getur stöku sinnum verið það breiður að það sé álitamál en hann mjókkar þó smám saman allra neðst. Blöð oftast bláleit eða rauðleit, oft heilrend, stundum bugtennt og stundum með nokkuð stóum en fáum tönnum. Stöngulblöð ofast tvö til fjögur, stundum sex, aðeins örsjaldan fleiri. Einstaka plöntur geta verið með blaðhvirfingu á blómgunartíma og eru þá oftast aðeins með eitt til tvö stöngulblöð (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Kirtilhár á reifum stutt, gul. Reifar dökkar, áberandi snöggar. Stundum er þó nokkuð af broddhárum, einkum á neðri hluta reifablaða. Reifablöð oftast stutt, breið og snubbótt. Stílar á þurrkuðum plöntum sjaldan næstum hreingulir, oftast gulgráir, gráir, gulmórauðir eða mórauðir, alloft næstum svartir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðsla - Skallafífill (Hieracium demissum)
Útbreiðsla: Skallafífill (Hieracium demissum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |