Ingimarsfífill (Hieracium arrostocephalum)

Lýsing

Undafífill með eitt til þrjú stöngulblöð, oftast tígullaga. Körfur smáar, niðurmjóar og blóm gul.

Blað

Plöntur með blaðhvirfingu á blómgunartíma og eitt til þrjú stöngulblöð. Stöngulblöð oftast tígullaga. Neðstu stöngulblöð nær alltaf stilkuð og stilkur þess nokkuð greinilega greipfættur. Ystu hvirfingablöð oft næstum kringlótt eða egglaga en önnur tígullaga eða breiðlensulaga. Stundum eru öll hvirfingblöðin tígullaga. Þau geta einnig flest verið egglensulaga eða breiðlensulaga. Blöð græn, bláleit, gulleit eða dálítið rauðleit. Blöð oft næstum heilrend en geta verið hvasstennt, einkum neðantil (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur áberandi smáar og niðurmjóar, oft fjölmargar. Stílar á þurrkuðum plöntum oftast næstum svartir en geta verið gulgráir. Reifablöð löng, frammjó, einlit, dökk. Kirtilhár á reifum löng, dökk. Auk kirtilhára eru stjarnhár og broddhár á reifablöðum (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Ingimarsfífill (Hieracium arrostocephalum)