Kögurfífill (Hieracium phrixoclonum)

Lýsing

Undafífill án blaðhvirfingar á blómgunartíma, stöngulblöð stilklaus eða með breiðum grunni. Körfur gulra blóma.

Blað

Plöntur án blaðhvirfingar á blómgunartíma. Stilklaus stöngulblöð með breiðum eða nokkuð breiðum grunni. Blöð græn, gullleit, bláleit eða rauðleit, lensulaga, heilrend, með smánöbbum eða tennt. Blöð geta verið með nokkuð stórum, hvössum tönnum. Stöngulblöð oftast 4–11, oftast nokkuð jafndreifð á stöngli. Smávaxnar plöntur stundum með einu til þremur smáum hvirfingablöðum á blómgunartíma (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Kirtilhár á reifum löng eða nokkuð löng, dökk. Kirtilhár stundum nokkuð mislöng á sömu körfu. Þau styttri eru stundum með gulleitum hnúð. Reifar og körfustilkar eru oft án eða svo til án broddhára en geta verið verulega broddhærð. Stjarnhæring stundum áberandi á reifum en stundum lítil. Þegar broddhæring reifa er lítil eru kirtilhárin oft áberandi og yfirgnæfa aðrar hárgerðir. Reifar oftast dökkar og reifablöð frekar snubbótt. Stílar á þurrkuðum eintökum oftast næstum svartir eða mórauðir, stundum gulgráir eða gulmórauðir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðsla - Kögurfífill (Hieracium phrixoclonum)
Útbreiðsla: Kögurfífill (Hieracium phrixoclonum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |