Lambaklukka (Cardamine hirsuta)

Mynd af Lambaklukka (Cardamine hirsuta)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lambaklukka (Cardamine hirsuta)

Útbreiðsla

Hún er algeng um sunnanvert landið en sjaldgæf norðanlands. Lambaklukkan finnst nær eingöngu á láglendi, hæstu fundarstaðir eru Skúmstungur og Fitjaskógur í um 300 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex í flögum eða matjurtagörðum og annars staðar í rótuðu landi. Hún getur orðið fremur hvimleitt illgresi í görðum.

Lýsing

Einær, lágvaxin jurt (5–20 sm) með blöðin í stofnhvirfingu, blómstrar hvítum, smáum blómum og myndar mjóa skálp.

Blað

Blöðin eru fjaðurskipt, endasmáblaðið á stofnblöðunum stærst, kringlótt eða nýrlaga, 5–8 mm í þvermál; hliðarsmáblöðin minni, tígullaga eða kringlótt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í klasa á stöngulendunum, fjórdeild. Krónublöðin hvít, 2–3 mm á lengd, spaðalaga. Bikarblöðin 1–1,5 mm, bleikleit. Fræflar sex, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hvert aldin myndast af einni frævu sem myndar 2 sm löngan og 1 mm breiðan skálp (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blaðhvirfingin getur líkst hrafnaklukku, þær eru auðþekktar í blóma.

Útbreiðsla - Lambaklukka (Cardamine hirsuta)
Útbreiðsla: Lambaklukka (Cardamine hirsuta)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |