Snoðvorblóm (Draba lactea)

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–10 sm) með stofnhvirfingu blaða, granna stöngla og nokkur hvít blóm efst á stönglunum.

Blað

Myndar gisnar þúfur. Stofnhvirfingarblöð með einföld randhár og fá til mörg kvíslgreind hár eða stjörnuhár við blaðoddinn, sérstaklega á neðraborði blaðsins (stundum vantar greind hár). Stöngull hárlaus eða stundum með lítil, greind hár, oftast blaðlaus (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blóm stór, krónublöð útsveigð, hvít, breið og 3–5 mm löng (Lid og Lid 2005).

Aldin

Skálpar mjóegglaga eða sporbaugóttir, hárlausir (Lid og Lid 2005).

Greining

Þekkist best á hárlausum skálpum, hárlitlum stönglum og á því að það eru sjaldnast nein stöngulblöð.

Útbreiðsla - Snoðvorblóm (Draba lactea)
Útbreiðsla: Snoðvorblóm (Draba lactea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |