Fjallavorblóm (Draba oxycarpa)

Mynd af Fjallavorblóm (Draba oxycarpa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallavorblóm (Draba oxycarpa)

Útbreiðsla

Er með sjaldgæfari háfjallajurtum landsins og virðist einkum halda sig við þann hluta hálendisins sem hefur tiltölulega landrænt loftslag, inn til landsins á Norðurlandi eða á miðhálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Melar og rindar á háfjölllum.

Lýsing

Mjög smávaxin jurt (2–4 sm) sem finnst aðeins hátt til fjalla. Hún er hærð og blómstar gulum blómklösum í júlí.

Blað

Stönglar loðnir. Blöðin oddbaugótt eða breiðlensulaga, heilrend, randhærð og oft kvíslhærð á blaðfletinum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin fjórdeild. Krónublöðn gul, 3–4 mm á lengd, öfugegglaga. Bikarblöðin um 2 mm, sporbaugótt, með himnufaldi. Fræflar sex. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Flatur skálpur, 4–5 mm á lengd og 2–3 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðgreind í blóma frá öðrum íslenskum tegundum, annars torgreind frá hagavorblómi. Fjallavorblómið hefur þó styttri og breiðari skálpa og blaðflöturinn er oftast minna hærður eða hárlaus.

Útbreiðsla - Fjallavorblóm (Draba oxycarpa)
Útbreiðsla: Fjallavorblóm (Draba oxycarpa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |