Alurt (Subularia aquatica)

Mynd af Alurt (Subularia aquatica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Alurt (Subularia aquatica)

Útbreiðsla

Alurtin er víða við aðgrunn vötn um mestan hluta landsins (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Leirefja meðfram stöðuvötnum, í tjarnastæðum eða á tjarnabotnum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Örsmá vatnajurt (2–5 sm) með þráðlaga blöð í stofnhvirfingu og litlum hvítum blómum.

Blað

Einær (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Blöðin þráðlaga, í stofnhvirfingu, 0,5–4 sm á lengd, 1 mm á breidd neðst, mjókka fram, oft í þrjáðmjóan odd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin fá, fjórdeild. Krónublöðin hvít, 1–2 mm á lengd, aflöng og innan við 0,5 mm á lengd. Bikarblöðin græn, oft dökk eða fjólubláleit í oddinn. Fræflar sex. Ein fræva (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Aldin

Aldinið er öfugegglaga eða sporbaugótt, 2–3 mm langt og 1,5–2 mm breitt. Aldinstilkurinn heldur lengri en aldinið sjálft. Plantan er afar fljót að mynda fullþroska fræ (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist óblómguð t.d. flagasóley, efjuskúfi, álftalauk og tjarnalauk en eftir að hún hefur blómstrað eða þroskað aldin er hún auðþekkt því hún hefur öll einkenni krossblómaætta: fjórdeild blóm, sex fræfla og skálpa sem aldin. Alurtin myndar aldrei skriðular renglur eins og sumar hinna tegundanna gera.

Útbreiðsla - Alurt (Subularia aquatica)
Útbreiðsla: Alurt (Subularia aquatica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |