Rauðkollur (Knautia arvensis)

Mynd af Rauðkollur (Knautia arvensis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Rauðkollur (Knautia arvensis)
Mynd af Rauðkollur (Knautia arvensis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Rauðkollur (Knautia arvensis)

Útbreiðsla

Rauðkollur er fremur sjaldséð jurt á Íslandi, aðeins fundinn á nokkrum stöðum í eða nálægt byggð. Útbreiðsla hans bendir til að hann sé aðfluttur frá útlöndum en hefur áreiðanlega verið hér í nokkur hundruð ár. Í Glerárgili myndar hann samfellda breiðu sem er um 25–30 m í þvermál. Líklega er hvergi meira af honum en þar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Gras- og blómlendi.

Lýsing

Hávaxin jurt (30–80 sm) með hærð blöð og stöngla og flata, ljósfjólurauða blómkolla.

Blað

Stöngullinn hærður. Blöð grágræn og loðin, hin neðstu oftast heil en stöngulblöð djúpflipótt eða skipt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin eru mörg þétt saman í kolli með stærri jaðarblómum til jaðranna. Flatur, líkist fremur körfu í lögun (Hörður Kristinsson 1998). Blómin ljósfjólurauð á litinn.

Aldin

Aldinin eru hnetur með svifkransi (Stefán Stefánsson 1948).

Greining

Hann minnir helst á stúfu en blöðin eru ólík, fjaðurskipt eða sepótt. Auk þess er kollurinn mun rauðari og flatur, líkist fremur körfu í lögun.

Válisti

NA (uppfyllir ekki forsendur mats)

Ísland Heimsválisti
NA NE

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Rauðkollur er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Rauðkollur er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðsla - Rauðkollur (Knautia arvensis)
Útbreiðsla: Rauðkollur (Knautia arvensis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |