Vegarfi (Cerastium fontanum)

Mynd af Vegarfi (Cerastium fontanum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Vegarfi (Cerastium fontanum)
Mynd af Vegarfi (Cerastium fontanum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Vegarfi (Cerastium fontanum)

Útbreiðsla

Algengur bæði við ræktað land heima við bæi og í mólendi. Hann er mest frá láglendi upp í 500 m hæð en finnst allt upp í 800 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mólendi, flög, vegkantar og hlaðvarpar.

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (10–30 sm), hærð, með fremur smáum, gagnstæðum blöðum. Blómstrar hvítum blómum í maí–júní.

Blað

Blöðin gagnstæð, aflöng, snubbótt í endann, 10–20 mm löng (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 5–8 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, með skerðingu í endann, álíka löng eða lítið eitt lengri en bikarblöðin sem eru odddregin og himnurend, hærð. Fræflar tíu, frævan ein, oftast með fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Tannhýði með tíu tönnum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hann líkist nokkuð músareyra en krónublöðin eru hlutfallslega styttri miðað við bikarblöðin. Auk þess er hann oftast minna loðinn.

Útbreiðsla - Vegarfi (Cerastium fontanum)
Útbreiðsla: Vegarfi (Cerastium fontanum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |