Fjöruarfi (Honckenya peploides)

Mynd af Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Mynd af Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Mynd af Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Mynd af Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjöruarfi (Honckenya peploides)

Útbreiðsla

Algengur kringum landið. Þar sem víðáttumiklir samfelldir sandar ná inn í land frá fjörunni getur fjöruarfinn vaxið nokkra kílómetra frá sjó, þótt hann sé venjulega einskorðaður við fjöruna. Hann hefur verið mikill brautryðjandi í Surtsey og var einn af fyrstu landnemum þar og fyrstur til að gera eyna græna. Myndaði hann þá stórar kringlóttar breiður í sandi um nær alla eyna (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Vegna aldinsins hefur plantan stundum verið kölluð berjaarfi en smeðjukál vegna bragðs blaðanna (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Fjörusandur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin planta (15–20 sm) með þykkum laufblöðum en lítilfjörlegum, hvítum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn með tveim raufum að endilöngu, nær ferstrendur, hárlaus. Blöðin einnig hárlaus, þykk og safarík, oddbaugótt, egglaga eða öfugegglaga, heilrend, óstilkuð, gagnstæð, 1–2,5 sm á lengd og 5–15 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild, 8–15 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, öfughjarta- eða spaðalaga, naglmjó, oftast svipuð að lengd eða styttri en bikarblöðin sem eru græn, egglaga, odddregin. Tíu fræflar, ein fræva með þrem til fjórum stílum. Venjulega eru öll blóm hverrar plöntu annað hvort með ófrjóum fræflum eða ófrjóum frævum og plantan því í eðli sínu einkynja (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hnöttótt, allstórt, grænt hýðisaldin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekktur á sérkennilegum, þykkum, kjötkenndum og safaríkum, fagurgrænum eða gulgrænum blöðum og á heimkynnum sínum.

Útbreiðsla - Fjöruarfi (Honckenya peploides)
Útbreiðsla: Fjöruarfi (Honckenya peploides)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |