Melanóra (Minuartia rubella)

Mynd af Melanóra (Minuartia rubella)
Mynd: Hörður Kristinsson
Melanóra (Minuartia rubella)

Útbreiðsla

Hún er afar algeng um allt land, þótt ekki sé hún áberandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Melar, skriður og flagsár í mólendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lítil jurt (3–6 sm) með mjóum blöðum og litlum, hvítum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin mjólensulaga eða striklaga, gagnstæð, áberandi þrítauga (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin 4–6 mm í þvermál, blómleggirnir oft hærðir en stundum hárlausir. Krónublöðin hvít, heldur styttri en bikarblöðin sem eru oddmjó, þrítauga, með upphleyptum taugum. Fræflar tíu. Ein fræva með þrem stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýðisaldin sem klofnar í þrjár tennur í toppinn við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst langkrækli en melanóran þekkist frá honum m.a. á oddmjóum, þrítauga bikarblöðum og er venjulega ekki eins ljósgræn heldur móleit. Melanóra þekkist frá móanóru á hinum tiltölulega stuttu blómleggjum sem oftast eru ofurlítið hærðir og bikarblöðin eru oddhvassari og beinni í toppinn.

Útbreiðsla - Melanóra (Minuartia rubella)
Útbreiðsla: Melanóra (Minuartia rubella)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |