Móanóra (Minuartia stricta)

Mynd af Móanóra (Minuartia stricta)
Mynd: Hörður Kristinsson
Móanóra (Minuartia stricta)

Útbreiðsla

Óvíða nema helst á Norður- og Norðausturlandi (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Hún vex gjarnan í flagkenndum, rökum móum eða í flagsárum utan í blásnum þúfum. Á hálendinu er hún oft á rústum í freðmýrum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Lítil jurt (3–8 sm) með mjóum, gagnstæðum blöðum og litlum, hvítum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Öll jurtin er meir eða minna rauðfjólublá. Blöðin striklaga, gagnstæð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 4–5 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, álíka löng eða lengri en bikarblöðin sem eru oddmjó, dökkfjólubláleit. Fræflar tíu. Frævan með þrem stílum. Blómleggir dökkrauðbrúnir, fremur langir, hárlausir (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýði sem opnast með þrem tönnum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Móanóra þekkist best frá melanóru á bikarblöðunum sem eru ekki eins oddhvöss, oft ofurlítið krókbeygð í endann og ekki eins taugaber. Einnig er efsti liður blómleggjanna að jafnaði margfalt lengri en bikarinn á móanóru en aðeins tvö- til þrefalt lengri á melanóru.

Útbreiðsla - Móanóra (Minuartia stricta)
Útbreiðsla: Móanóra (Minuartia stricta)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |