Lambagras (Silene acaulis)

Mynd af Lambagras (Silene acaulis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lambagras (Silene acaulis)
Mynd af Lambagras (Silene acaulis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lambagras (Silene acaulis)

Útbreiðsla

Ein af algengustu jurtum landsins. Það vex jafnt á láglendi sem hátt til fjalla, víða í 1100–1200 m hæð á Tröllaskaga (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Rætur lambagrassins hafa verið kallaðar holtarætur, harðaseigjur eða -sægjur. Þær voru notaðar í grauta og eins steiktar í smjöri sem meðlæti með öðrum mat (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Melar, þurr og sendinn jarðvegur, áburðarsnautt valllendi og klettaskorur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Þúfumyndandi planta með striklaga blöðum og bleikum, leggstuttum blómum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Myndar þéttar, ávalar, oft hálfkúlulaga þúfur, oft 15–40 sm í þvermál og 5–10 sm háar, alsettar blaðsprotum og blómum. Laufblöðin í hvirfingu, striklaga, 5–15 mm á lengd, 1–2 mm á breidd, broddydd, með örsmáum tannhárum á röndunum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin leggstutt, krónan lausblaða, rauðbleik, 8–10 mm í þvermál og álíka löng. Krónublöðin buguð í endann. Bikarinn samblaða, klukkulaga, grunnskertur með fimm sljóum tönnum, rauður í endann en ljósari og oft grænn neðan til. Fræflar tíu. Ein fræva með þrem stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aflangt, sívalt hýði (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst vetrarblómi en lambagrasið þekkist á lengri og striklaga laufblöðum og á þúfumyndun, auk þess hafa blöðin ekki kalkholu í endann.

Útbreiðsla - Lambagras (Silene acaulis)
Útbreiðsla: Lambagras (Silene acaulis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |