Mynd: Hörður Kristinsson
Flæðaskurfa (Spergularia salina)
Útbreiðsla
Mjög sjaldgæf tegund (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Sjávarfitjar og leirur.
Lýsing
Lágvaxin planta (3–15 sm) með snubbótt blöð, langa blómleggi og hvít til ljósrauð blóm.
Blað
Ein- eða tvíær með granna, ljósa rót. Blöð gagnstæð. Hárlaus eða lítið eitt kirtilhærð efst. Blöð snubbótt. Stutt stoðblað undir blómunum (Lid og Lid 2005).
Blóm
Blómleggir langir. Krónublöð hvít eða ljósrauð. Oftast fimm fræflar (Lid og Lid 2005).
Aldin
Fræhylki um 5 mm langt, lítið eitt lengra en bikarinn. Fræ oftst 0,8–1,5 mm breið, brún, oftast án en stundum með áberandi, breiðan himnukant (Lid og Lid 2005).
Greining
Líkist nokkuð skurfu en flæðaskurfa er smávaxnari og hefur þrjá stíla á frævunni.
Válisti
VU (tegund í nokkurri hættu)
Ísland |
Heimsválisti |
---|
VU |
LC |
Forsendur flokkunar
Flæðaskurfa flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2. Þekktir eru þrír fundarstaðir flæðaskurfu og fannst tegundin þar á fimmta áratug síðustu aldar. Nýleg þekking á stöðu stofnsins er lítil og vettvangsrannsóknir knýjandi.
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2008: Flæðaskurfa er á válista í hættuflokki EN (í hættu).
Válisti 1996: Flæðaskurfa er á válista í hættuflokki EN (í hættu).
Verndun
Útbreiðsla: Flæðaskurfa (Spergularia salina)
Höfundur
Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp