Lágarfi (Stellaria humifusa)

Mynd af Lágarfi (Stellaria humifusa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lágarfi (Stellaria humifusa)

Útbreiðsla

Algengur á sjávarfitjum kringum landið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex helst á snögggrónum sjávarflæðum og mýrlendi við sjó en vex ekki í öðru gróðurlendi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxin jurt (3–8 sm) með nokkuð þéttstæðum blöðum og hvítum, fimmdeildum blómum með klofnum krónublöðum. Blómgast í júlí.

Blað

Stönglar hárlausir með tiltölulega þéttstæðum, gagnstæðum blöðum, oddbaugóttum, hárlausum, óstilkuðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin 8–12 mm í þvermál. Krónublöðin klofin nærri niður í gegn svo þau virðast tíu. Bikarblöðin 3–4,5 mm, oft íhvolf, snubbótt í endann eða sljóydd. Fræflar tíu, frævan með þrem stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýðisaldin (Stefán Stefánsson 1948).

Greining

Hann líkist nokkuð stjörnuarfa en er lágvaxnari, skriðulli, með hlutfallslega stærri blóm, sljóyddari bikarblöð, þéttstæðari og þykkari laufblöð.

Útbreiðsla - Lágarfi (Stellaria humifusa)
Útbreiðsla: Lágarfi (Stellaria humifusa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |