Mosalyng (Harrimanella hypnoides)

Mynd af Mosalyng (Harrimanella  hypnoides)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mosalyng (Harrimanella hypnoides)
Mynd af Mosalyng (Harrimanella  hypnoides)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mosalyng (Harrimanella hypnoides)

Útbreiðsla

Það er algengt um allt land en vantar víða á láglendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Það vex einkum til fjalla í bollum og snjódældum, snöggum bölum og rökum brekkum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Mjög lágvaxin planta (2–4 sm) með þéttblöðótta sprota og barrlaga blöð. Blómstrar hvítum klukkum í maí–júní.

Blað

Oft í þéttum breiðum. Blaðsprotar þéttblöðóttir. Blöðin 2–3 mm á lengd, barrlaga, heilrend og odddregin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 5–7 mm í þvermál. Krónan hvít eða gulhvít, samblaða, djúpklofin, fliparnir snubbóttir. Bikarblöðin um eða tæplega helmingi styttri en krónublöðin, dökkrauð, oddmjó. Blómleggirnir 6–12 mm á lengd, dökkir. Tíu fræflar með tveim löngum, þráðmjóum hornum út úr frjóhirslunum. Ein fimmblaða fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýðisaldin sem opnast með fimm langrifum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, auðþekkt á drúpandi klukkum með rauðum bikarblöðum.

Útbreiðsla - Harrimanella  hypnoides
Útbreiðsla: Harrimanella hypnoides

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |