Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæft á Íslandi, þótt það sé með algengasta berjalynginu í Noregi og Svíþjóð (Sæ: tyttebær). Heimkynni rauðberjalyngsins á Íslandi eru á Austfjörðum en einnig vex það á þrem stöðum í Öxarfirði. Á síðari árum hefur það einnig fundist í Þrastarskógi og í furulundinum við Rauðavatn og gæti það á báðum þeim stöðum verið aðflutt með skógrækt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Lyngmóar, birkiskógur.

Lýsing

Lágvaxinn runni (5–30 sm) með stinn, gulgræn blöð og hvít eða bleikleit blóm sem þroskast í rauð, safarík ber.

Blað

Blöðin sígræn, jaðrar ofurlítið tenntir og áberandi niðurorpnir (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Blóm yfirsætin og drúpandi (Lid og Lid 2005).

Aldin

Rauð ber, safarík og æt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Það líkist nokkuð sortulyngi en blöðin eru oftast gulgrænni, ofurlítið tennt, þynnri en á sortulyngi og með niðurorpnum röndum. Berin eru rauð og safarík.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Rauðberjalyng flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Rauðberjalyng er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Rauðberjalyng er ekki á válista.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Lyngmóar, birkiskógur.

Biota

Tegund (Species)
Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea)