Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)

Mynd af Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)
Mynd af Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)
Mynd af Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)

Útbreiðsla

Algeng þar sem örugg snjóalög hlífa á vetrum. Í snjóléttari byggðalögum finnst aðalbláberjalyngið venjulega ekki á láglendi en er þá oft í snjódældadrögum ofar í hlíðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Góð til átu, fersk sem sultuð.

Búsvæði

Í hlíðarbollum, mólendi og kjarri í snjóþungum byggðarlögum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxið lyng (10–20 sm) með ljósgræn, tennt blöð og bleik, drúpandi blóm. Þroskar blá eða svört, gómsæt ber. Blómgast í júní.

Blað

Stönglar oftast jarðlægir með uppsveigðum greinum. Stöngulgreinar grænar, hvassstrendar, blöðin stakstæð, fínsagtennt, 10–20 mm á lengd og 7–12 mm á breidd, ganga oftast fram í V-laga odd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 6–8 mm í þvermál, fimmdeild. Krónan rauðgræn eða bleikrauð, belgvíð og þröng í opið, með fimm afturbeygðar, grænleitar tennur að framan. Bikarinn skífulaga, flipalaus, fjólublár. Fræflar tíu, frjóhnappar appelsínugulir. Ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinin ýmist dökkblá, nær svört eða ljósari og bládöggvuð af þunnu vaxlagi sem auðveldlega strýkst af, um 1 sm í þvermál (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst bláberjalyngi en aðalbláberjalyngið þekkist best á hinum grænu, hvassstrendu greinum og tenntu blöðum en einnig á lögun blómanna.

Útbreiðsla - Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)
Útbreiðsla: Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |