Mynd: Hörður Kristinsson
Skógarsmári (Trifolium medium)
Lýsing
Meðalhá jurt (20–50 sm) með þrífingruðum blöðum og bleikum blómklösum.
Blað
Neðanjarðarrenglur, vex í stórum breiðum. Stöngull uppvísandi með knébeygða liði. Smáblöð mjósporbaugótt, heilrend, hárlaus á efra borði en með löngum hárum á neðra borði. Efri eyrblöð mjóaflöng (Lid og Lid 2005).
Blóm
Blómkollur endastæður, stuttstilkaður. Bikartennur oftast hærðar. Blómin dökkbleik (Lid og Lid 2005).
Útbreiðsla: Skógarsmári (Trifolium medium)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp