Lækjagrýta (Montia fontana)

Mynd af Lækjagrýta (Montia fontana)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lækjagrýta (Montia fontana)

Búsvæði

Við lindir og dý eða meðfram lækjum sem seytla frá þeim (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (2–10 sm) með litlum hvítum blómum og aðeins tveimur bikarblöðum. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin gagnstæð, fagurgræn, þykk og safarík, lensulaga eða oddbaugótt, heilrend, um 4–8 mm á lengd. Hún getur orðið nokkuð lengri en 10 sm en hún liggur þá oftast útaf (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru örsmá. Krónublöðin hvít, oftast þrjú til fimm, 1–2 mm á lengd. Bikarblöðin tvö, græn, 1–1,5 mm í þvermál, kringlótt. Fræflar þrír, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið klofnar í þrennt við þroskun og myndar þrjú, svört og gljáandi fræ (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt á hinum smáu, þrídeildu blómum og á bikarblöðunum.

Útbreiðsla - Lækjagrýta (Montia fontana)
Útbreiðsla: Lækjagrýta (Montia fontana)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |